Vélfisfundur næsta þriðjudagskvöld

stofnfundur1978_auglysing_litil
stofnfundur1978_auglysing_litilVélfisfundur verður næsta þriðjudagskvöld, þann 2. júní kl. 20.00 í félagsheimili Fisfélagsins að Grund.  Þema fundarins er “Í byrjun flugsumars” og miklar mannvitsbrekkur munu taka til máls og uppfræða fisflugmenn og undirbúa fyrir spennandi flugsumar.  Erindin eru ekki að verra taginu og margt sem engan veginn má framhjá félagsmönnum og menn því hvattir til að fjölmenna.

Fundarefni:
  • Þórður Pálsson flugumferðarstjóri og einkaflugmaður
    Hann rifjar upp helstu svæði á suðvesturhorninu stjórnuð og óstjórnuð,
    samskipti við flugstjórn/aðflug/turn vegna flugs um þessi svæði
    helstu flugleiðir og annað þarft að vita
  • Hálfdán Ingólfsson fer yfir undirbúning fyrir sumarið
    Hann fer yfir ýmis öryggismál, atvik og óhöpp sem við ætlum ekki að hafa í sumar
  • Sigurður Guðmundsson ritari félagsins
    Hann fer yfir ýmsan undirbúning fyrir framkvæmdanefnd vegna nýrrar aðstöðu auk flugbrautarmála
  • Umræður og önnur mál
Fjölmennum á áhugaverðan og fræðandi fund í byrjun sumars