Lendingarkeppni í Mosó í kvöld

lendingakeppni_tungubokkum_2005

lendingakeppni_tungubokkum_2005Fyrri hluti Silfur-Jódel lendingakeppninnar verður haldinn í kvöld að Tungubakkavelli í Mosfellsbæ.  Öllum flugmönnum er heimil þátttaka þannig að nú er verk fyrir færa vélfismenn að taka þátt og láta ljós sitt skína.  Fréttatilkynning frá Flugklúbbi Mosfellsbæjar fylgir hér fyrir neðan, en nánar má einnig lesa um keppnina og klúbbinn á vef klúbbsins, www.fkm.is.

Silfur-Jódel lendingakeppnin – Fyrri hluti – 4. júní kl. 19:00

Fyrri hluti Silfur-Jódel lendingakeppninnar 2009 fer fram í kvöld, 4. júní á Tungubakkaflugvelli. Þeir sem ætla að taka þátt mæti ekki seinna en klukkan 19:00.

Öllum flugmönnum er heimil þátttaka og eru menn hvattir til að mæta á staðinn og taka þátt. Athugið að besti árangur úr öðrum hvorum hluta Silfur-Jodelsins telur til úrslita þannig að t.d. er hægt að sigra þó aðeins sé tekið þátt í öðrum hlutanum.

Umsjónarmaður keppninnar er Ottó Tynes og hægt er að hafa samband við hann í síma 893-8198.

Allir flugáhugamenn eru hvattir til að mæta á staðinn. Okkur vantar einnig ennþá nokkra sjálfboðaliða til að vera línuverðir og fleira slíkt með okkur. Áhugasamir og duglegir félagar skrái sig með því að hafa samband við Ottó Tynes í síma 893-8198 eða Guðna í síma 897-7738.

Ef ekki verður hægt að halda keppnina fimmtudaginn 4. júní færist keppnin aftur um viku allt þar til hægt verður að halda hana á fimmtudagskvöldi.

Fyrir hönd FKM,
Guðni Þorbjörnsson – gudni@gudni.is