Flug á Íslandi í 90 ár

visir_030919

visir_030919

Í dag 3. september er 90 ára afmæli flugs á Íslandi.  Það var 3. september 1919 sem fyrsta flug var flogið á Íslandi, í Vatnsmýrinni í Reykjavík,  Alveg frá upphafi hefur Vatnsmýrin verið vagga flugsins og fóstrað þróun og eflingu flugsins.

Fréttir í dagblöðum lýsa tilfinningum fólks á þessum tíma með ljóðrænum hætti þegar það verður vitni af þessum stóra atburði í samgöngumálum Íslands.  Allt frá upphafi flugs hefur flug verið Íslendingum afar mikilvægt, enda landið eyja sem er einangruð frá öðrum löndum með miklum hafsvæðum.  Eins hefur dreifð byggð á landinu kallað notið mikils af fluginu bæði í samgöngum, flutningum og öryggismálum.  Flugið er ævintýri líkast og finna bæði flugmenn og farþegar oft þessa ljóðrænu tilfinningar enn þann dag í dag.  Áhugaflugmenn eru úr öllum stéttum þjóðfélagsins og fljúga sér og farþegum til mikillar ánægju.
Meðfylgjandi eru greinar nokkurra dagblaða sem eðlilega fjölluðu um málið.
Smellið á myndirnar hér fyrir neðan til að stækka þær.
Morgunbladid_040919 visir_040919 Timinn_060919