Flugkoma í Múlakoti um verslunarmannahelgina

Flugkoma FÍE verður á sínum stað í Múlakoti um Verslunarmannahelgina eins og undanfarin ár, auglýsing með dagskrá verður birt fljótlega á vef Flugfrétta www.flugfrettir.is þar sem heimasíða FÍE er í endurnýjun.

Allir hópar sem koma að fluginu á einn eða annan hátt eru hjartanlega velkomnir á svæðið og gildir einu hvort er vélflug, listflug, þyrluflug, svifflug, fisflug, svifdrekar, módelflug, fallhlífastökk og hugarflug og svo þá sem vilja bara koma og horfa á allt hitt.

TM farandbikarinn í lendingakeppninni í fyrra vann Hjörtur Þór á TF-FIM og verður gaman að sjá hver hreppir bikarinn þetta árið en keppnin í fyrra var æsi spennandi. Fyrir krakka verður m.a. hveitipokakast, karmellukast, pokahlaup o.fl.

* Sjoppa á staðnum: gos, safi, kaffi, pylsur, nammi o.fl.
* Frítt tjaldstæði
* Glæsileg salernisaðstaða
* Varðeldur

Félag Íslenskra Einkaflugmanna AOPA Ísland.