Íslandsmótið í Svifdreka og paraglæderflugi

hafragrauturinn_fra_Dr_KingoÞá er loksins komið að árlegu Íslandsmóti í Svifdreka og paraglæderflugi, sem verðu haldið í Húsafelli næstu helgi. Veðurspáin er frábær,..norðan lítill vindur og sól fyrir sunnudaginn, en laugardagurinn sennilega ekki eins góður, en vel flugfær.  Það er alltaf brenna og tilheyrandi á laugardagskvöldinu og mikið fjör, öll aðstaða til fyrirmyndar, sundlaug og golfvöllur.

Fjölmennum á þetta síðasta mót sumarsins og sýnum hvað æfingin hefur gert í sumar, með geðveikum flugum um helgina.  Vonandi mæta menn á föstudaginn til að vera klárir á fjalli á laugardeginum.  Þetta mót gefur stig á FAI lista svifvængjamanna.

Svifvængjamótið er FAI mót og gefur stig á heimslista svifvængjamanna CIVL/FAI

Mótið: http://events.fai.org/event?i=6893&f=60 á listanum,

Sjáumst í Húsafelli!

By |2010-08-04T20:24:40+00:00August 4th, 2010|Fréttir|0 Comments

About the Author: