1. maí mótið fyrsta mót sumarsins – first competition of the year

Það er komið að hinu árlega 1. maí móti Fisfélagsins.

Oft eru lengstu flug ársins flogin á þessu móti, jafnvel þó veður sé ekki spennandi.

 

Reglurnar eru einfaldar.

Mótsdagarnir eru 30. apríl og 1. maí (laugardagur og sunnudagur).

Það má fljúga svifvæng eða svifdreka án vélarafls hvar sem er á Íslandi mótsdagana.

Það má fljúga eins mörg flug og menn vilja og hafa tök á.

Stigin eru reiknuð sem samanlögð tvö stigahæstu fluganna í loggbókinni þessa flugdaga.

Þannig að um flugin gilda sömu reglur og eru í yfirlandsreiðinni, að því frátöldu að fljúga má bæði flugin af sama flugstað.

Flugin teljast með í yfirlandsreið eftir reglum yfirlandsreiðarinnar.

Úrslit verða kynnt á félagsfundi fyrsta fimmtudag í maí.