Hvað er METAR?2015-09-26T23:24:36+00:00

online dating tips what to talk about turninnMETAR er talið vera samsett úr franska orðasambandinu MÉTéorologique (veður) Aviation (flug) Régulière (regla).  Eiginleg merking ætti þó frekar að útleggjast sem staðlað flugveðurskeyti.  Skeytin eru notuð um allan heim, bæði af flugmönnum sem og veðurfræðingum sjálfum sem nota þessar stöðluðu upplýsingar til veðurspárgerðar.  Hér verður farið lauslega yfir það hvaðan METAR skeyti koma og hvernig þau eru uppbyggð.

partnersuche dresden stadt
Upplýsingarnar koma yfirleitt frá flugvöllunum sjálfum eða veðurathugunarstöðvum  í grennd og eru yfirleitt uppfærðar á klukkustundarfresti , eða við umtalsverðar breytingar á veðri.  Þær eru ýmist unnar af  starfsmönnum í flugturni eða sjálfvirkum búnaði , og miðlað gegnum ýmsar opinbrar gagnveitur (t.d. veðurstofur).

Hefðbundið METAR skeyti inniheldur upplýsingar um hitastig, daggarmark, vindhraða, vindátt, úrkomu, skýjafar og hæð, skyggni og að lokum loftþrýsting.  Skeytin eru öll byggð upp á sama hátt og því auðvelt, fyrir þá sem venja sig á að nota METAR skeyti, að lesa úr upplýsingum fyrir marga staði í einu og sjá með fljótum hætti hvernig veður á leið verður.  Í sérstökum tilfellum getur skeytið innihaldið upplýsingar um eldingar, magn úrkomu og aðrar upplýsingar sem gætu komið að gagni eða skipta umtalsverðu máli.

Með METAR skeytum nota flugmenn svo TAF (Terminal Aerodrome Forecast)  skeyti til að fá upplýsingar um veður sem koma skal  (Flugvallaspá)) .

Tvö METAR skeytaform eru í gangi í heiminum; það alþjóðlega (WMO) og það Ameríska/Kanadíska (ICAO).

Lítum á METAR skeyti á Reykjavíkurflugvelli (BIRK) föstudaginn 1. maí, 2009 kl. 10:00:

METAR BIRK 011000Z 07014KT 9999 FEW022 SCT036 BKN056 09/03 Q0983

Nánari upplýsingar um METAR: http://en.wikipedia.org/wiki/Metar
METAR skeyti á vefnum hér.

Þökk sé Hálfdáni Ingólfssyni fyrir athugasemdir og ábendingar.