Bensínklúbbur

Bensínklúbbur

Nokkrir félagsmenn hafa tekið sig saman um að reka bensíndælu á starfssvæði félagsins.

Þeir sem vilja hafa aðgang að bensindælunni þurfa að skrifa undir samning við félagið og fá þá afhentan lykil að dælunni.

Með samningnum skuldbinda lykilhafar sig til þess að ábyrgjast hallalausan rekstur bensíndælunnar gagnvart félaginu.

Félagið innheimtir greiðslur fyrir selt bensín með því að senda út greiðsluseðla eftir skráðum úttektum.

Þeir sem vilja fá aðgang að bensíninu hafi samband við gjaldkera Fisfélagsins (gjaldkeri hjá fisflug.is).