Um vélknúin fis

Skyranger2

Vélknúin fis flokkast í tvo flokka eftir tegund stjórnunar á fisinu.
Annar flokkurinn er með þriggja ása stýringu sambærilegt við hefðbundnar flugvélar. Hinn flokkurinn eru fis sem stjórnað er með þyngdartilfærslu.

Skírteini og skráning

Til að fljúga vélknúnu fisi þá þarf skírteini fisflugmanns. Skírteini fæst aðeins eftir bóklegt námskeið, verklega þjálfun auk bóklegs og verklegs prófs.

Fis þarf líka að skrá og tryggja. Fyrirkomulag þjálfunar, skráningar og eftirlits á Íslandi er í gegnum fisfélög.

TrikeTil að skrá fis þarf viðkomandi eigandi að vera meðlimur í fisfélagi sem er viðurkennt af Flugmálastjórn Íslands. Svifdrekafélag Reykjavíkur (Fisfélag Reykjavíkur) er eina fisfélagið sem núna er viðurkennt af Flugmálastjórn.

Skilgreining á vélknúnu fisi (reglugerð 580/2002)

Fis er loftfar sem hefur ekki fleiri en tvö sæti og hefur ofrishraða í lendingarham (VSO) að hámarki 35 hnúta (65 km/klst) sýndan hraða leiðréttan (CAS) og hámarksflugtaksmassa sem er ekki hærri en

– 300 kg fyrir landfis (landplane) með einu sæti, eða
– 450 kg fyrir landfis með tveimur sætum, eða
– 330 kg fyrir láðs og lagar fis (amphibian)eða fis á flotum (floatplane) með einu sæti, eða
– 495 kg fyrir láðs og lagarfis eða fis á flotum með tveimur sætum að því tilskyldu að hægt sé að nota fisið bæði sem fis á flotum og sem landfis þannig að það sé innan marka beggja flokka hvað varðar hámarksflugtaksmassa, eins og við á.
Hreyfillaust loftfar sem er léttara en 70 kg telst til fisa án hreyfils.
Hreyfilknúið loftfar sem er léttara en 70 kg og flugtak er af fæti telst til fisa án hreyfils. Fallhlífar (parachutes) teljast ekki fisa.

  • Reglur um fisflug dreifðar. Það eru 2 reglugerðir og 2 auglýsingar sem skilgreina ýmsa þætti varðandi fis:
  • Reglugerð um skírteini gefin út af Flugmálastjórn Íslands nr. 419/1999 með síðari breytingum
    Reglugerð um fis, nr. 580/2001
  • Auglýsing um setningu reglna um þjóðernis- og skrásetningarmerki íslenskra loftfara.
  • AUGLÝSING um setningu flugreglna.

Helstu þættir úr ofangreindum reglum er hér á eftir.

Skráning vélknúinna fisa:

Fis verður að vera skráð. Merkingin er sambærileg við flugvélar en aðeins eru notaðir tölustafir eftir TF merkið. Dæmi: TF-101

Viðurkennd fisfélög sjá um skráningu á fisum sinna félagsmanna.

Til að fá skráningu þarf fisið að uppfylla skilgreininguna að það sé fis samkvæmt reglugerð. Hafa gilda tryggingu. Skylda er að hafa ábyrgðartryggingu en æskilegt að slysatrygging flugmanns og farþega ef það á við. Fisið er skoðað af skoðunarmönnum fisfélagsins auk þess er farið yfir viðhaldsskrá fissins og samræmi við leiðbeiningar frameiðanda fiss og vélar.

Fisfélagið gefur út skráningarmerki og síðan flughæfnisskírteini sem gildir í 1 ár í senn.

Skírteini fisflugmanna (vélknúin fis):

Til að fljúga vélknúnu fisi þarf skírteini fisflugmanns.
Þjálfun og prófun fer fram hjá viðurkenndu fisfélagi. Bæði er um að ræða verklega og bóklega þjálfun. Að þjálfun lokinni er prófað í bóklegum og verklegum þætti fisflugs.
Bóklegt nám er 35 stundir og er fjallað um:

  • Lög um loftferðir/flugreglur
  • Almenn þekking, afkastageta/flugfræði
  • Leiðsaga/áætlanagerð
  • Veðurfræði
  • Vélfræð
  • Mannleg geta og takmörk

Verklegt nám tekur minnst 12 stundir í eftirtöldum þáttum:

  • Flugtök og lendingar
  • Hægflug og ofris
  • Krappar beygjur
  • Nauðlendingar
  • Yfirlandsflug

Standist nemandinn prófin og hefur staðist læknisskoðun fluglækna (2.flokks) þá gefur Flugmálastjórn Íslands út skírteini fisflugmanns.

Fisfélagið áritar í skírteini fisflugmanna.

Í upphafi má fisflugmaður aðeins fljúga einn. Fisflugmaður sem hefur flogið 25 stundir eftir að hann fékk útgefið skírteini getur fengið áritun um flug með farþega.

Mögulegar áritanir í skírteini fisflugmanna eru:

 

  • Þyngdartilfærslu fis án farþega
  • Þyngdartilfærslu fis með farþega
  • Þriggja ása fis án farþega
  • Þriggja ása fis með farþega
  •  

Eins og sést á áritunum þá er gerður skýr greinarmunur á réttindum vegna mismunandi stjórnunar fisa.

Flugmenn með skírteini einkaflugmanns með yfir 100 flugtíma geta tekið verklegt stöðupróf og bóklegt próf í reglum. Þetta gildir einungis um þriggja ása fis.