Hvað er TAF?
TAF er ákveðið form veðurspárskeyta líkt og METAR en á við um landveðurskilyrði og eru yfirleitt nákvæmari en sjálfvirkar spár enda gera þær ráð fyrir landslagsáhrifum á veður og eru gerðar af veðurfræðingum en ekki sjálfvirkt útbúnar af tölvukerfum, enda ætlaðar til notkunar við gerð blindflugsáætlana. Skammstöfunin TAF stendur fyrir “Terminal Aerodrome Forecast” eða “Terminal Aera Forecast” í sumum löndum.
Á Íslandi eru gefnar út sólarhringsspár (24 tíma) fyrir þá flugvelli sem nota má sem varaflugvelli fyrir millilandaflug, þ.e. BIAR, BIEG, BIKF og BIRK. Einnig eru gefnar út skammtímaspár (9 tíma) fyrir nokkra áætlunarflugvelli, þ.e. BIHN, BIIS og BIVM.
Ekki eru gefnar út spár fyrir aðra áætlunarflugvelli, t.d. BIKR og BIBD. Ástæðan fyrir því er óljós, en giska má á að hún sé pólitísk, (þ.e. Flugfélag Íslands flýgur ekki á þá velli).
Tökum sem dæmi TAF fyrir BIRK, þann 20. apríl, 2009:
TAF BIRK 202230Z 210024 18010KT 9999 -SHRA FEW018CB SCT025 BKN035 BECMG 2106/2109 24020KT PROB30 TEMPO 2109/2121 3000 SHRASN BKN015CB BECMG 2121/2124 15015KT
Fyrst kemur “haus” sem inniheldur eftirfarandi:
- TAF Auðkenni skeytis, gefur til kynna að þetta er TAF skeyti
- BIRK Auðkenni flugvallar sem spáin er gerð fyrir
- 202230Z Útgáfutími spárinnar DDKKMM (20. mánaðar, kl. 22:30) á UTC formi
- 210024 Skeytið gildir 21. dag mánaðarins, frá 00 til 24 (frá miðnætti til miðnættis), en þessi spá hefur verið gerð að kvöldi 20. apríl. TAF-spár eru endurskoðaðar reglulega, og morgunspáin þann 21. apríl mundi t.d. hafa gildistíman 210909, þ.e. gildir 21. apríl frá kl. 09:00 til 09:00 næsta dag.
Þá koma veðurupplýsingar. Tímabil eru skilgreind með DDKK/DDKK:
- 18010KT Vindur 180°, 10 hnútar (hæg sunnanátt).
- 9999 Skyggni í metrum (9999 þýðir 10km eða meira)
- -SHRA Veður: Dálitlir regnskúrir (sjá helstu skammstafanir hér á eftir)
- FEW018CB Lægsta skýjahula í hundruðum feta, hér “léttskýjað í 1800 fetum, skýjategund CB” (Cumulus, eða bólstraský).
- SCT025 Næsta skýjahula (minna en hálfskýjað í 2500 fetum).
- BKN035 Efsta skýjahula (meira en hálfskýjað í 3500 fetum).
- BECMG 2106/2109 24020KT Milli kl. 06:00 og 09:00 breytist vindur í 240°, 20 hnúta (snýst í vest-suð-vestan og bætir í vind),
- PROB30 með 30% líkum á að…
- TEMPO 2109/2121 3000 SHRASN BKN015CB …tímabundið milli 09:00 og 21:00 verði skyggni 3000 metrar í slydduéljum, brotið í 1500 fetum, skúraklakkar.
- BECMG 2121/2124 15015KT Milli kl. 21:00 og 24:00 breytist vindur í 150°, 15 hnúta (snýst í suð-suð-austan, og gengur dálítið niður)
Skammstafanir fyrir helstu veðrabrigði eru oftast samsettar úr tveggja stafa merkjum, oft með formerki á undan, t.d. +RASN, sem þýðir “mikil slydda”:
+ Mikið veður (t.d. rigning, eða “heavy rain”)
– Lítið veður (t.d. dálítil súld, eða “light drizzle”))
Ekkert formerki gefur til kynna miðlungs veðrabrigði
- RA Rigning (Rain)
- SN Snjókoma (Snow)
- SH Skúrir (SHowers)
- VC Í grennd (Vicinity)
- DZ Súld (Drizzle)
- FG Þoka (Fog)
- BR Mistur
Öfgadæmi um samsetningu er t.d. “+SHRASNVC”, sem þýðir “mikil slydduél í grennd” (heavy showers, rain & snow, in the vicinity)
Þökk sé Hálfdáni Ingólfssyni fyrir þessar hagnýtu upplýsingar. Nú geta menn hætt að lesa myndgerðar og “animeraðar” frasaveðurspár frá þjóðþekktum veðurfræðingum og skilið þær þess í stað á jafn óspennandi formi og TAF skeyti eru í raun.