Tryggingar félagsmanna

Fisfélagið hefur samið við erlent tryggingarfélag um slysatryggingu fyrir félagsmenn. Allir þeir sem greitt hafa félagsgjald starfsársins eru sjálfkrafa tryggðir.  Tryggingin gildir allan sólarhringinn allt árið um kring um allan heim.

Tryggingin gildir fyrir flug á Svifvængjum, Svifdrekum, Paramótorum og vélknúnum fisum.

Um er að ræða slysa og örorkutryggingu, ásamt kostnaði erlendis vegna björgunar, meðferðar og ferðalaga samkvæmt nánari skilmálum.

Tryggingin nær einnig til farþega.

Skilmálar tryggingarinnar eru í vef-skjalasafni sem er aðgengilegt fyrir félagsmenn.

http://fisflug.is/index.php?option=com_docman&task=doc_download&gid=34&Itemid=74