Ferðastyrkir ÍBR
Fisfélag Reykjavíkur er aðili að Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Vegna þess hafa félagar Fisfélagsins möguleika á að sækja um ferðastyrki á sum mót erlendis.
Reglugerð ÍBR um styrki til keppnisferða erlendis
Hægt er að sækja um styrki til ferða á Heimsmeistaramót, Heimsbikarkeppni, Evrópumeistaramót, Norðulandameistaramót, alþjóðleg mót landsliða, opinbera landsleiki, landskeppni, alþjóðleg stigamót (aðeins 3 efstu á styrkleikalista) og önnur þau mót sem stjórn ÍBR hefur samþykkt.
Aðeins er hægt að fá úthlutað styrk þrisvar á ári.
Ferlið við umsóknina er þannig
- Félagsmaður sendir upplýsingar um mót og kostnaðaráætlun til stjórnar Fisfélags Reykjavíkur(stjorn@fisflug.is)
- Stjórn sendir umsóknina áfram til ÍBR.
- Eftir mót skilar félagsmaður greiddum fargjaldareikningum eða flugmiðum frá Íslandi til keppnisstaðar til stjórnar Fisfélagsins sem sendir þær áfram til ÍBR
- ÍBR greiðir Fisfélagi Reykjavíkur styrkinn sem svo skilar honum til félagsmannsins.
Upphæð styrksins er 25.000kr frá 1.1.2016. Styrkir til þáttöku í Evrópumótum er þó 35.000kr.