Úr sögu félagsins

stofnfundur1978_auglysing_litil

Saga félagsins hófst formlega með auglýsingu í Morgunblaðinu í september 1978. 

Stofnfundurinn var á Hótel Esju 10. september. Margir af stofnfélögum eru enn virkir í félaginu rúmum 30 árum síðar.

Þetta þótti frekar nýstárlegt og fékk fundurinn því frekari kynningu í Morgunblaðinu.

Kynning á stofnfundi Svifdrekafélags Reykjavíkur

Kynning á stofnfundi Svifdrekafélags Reykjavíkur.

Í pistlinum er meðal annars fjallað um fyrsta Íslandsmótið, en það var haldið í tengslum við sumarhátíð á Úlfljótsvatni 1978 sem nefnd var Rauðhetta.

Þar varð Hálfdán Ingólfsson Íslandsmeistari, en hann vann það sér til frægðar að vera fyrsti svifdreka-flugmaðurinn á Íslandi.

Hálfdán smíðaði sinn fyrsta svifdreka, en fyrirmyndin var wiskey auglýsing í tímariti sem sýndi m.a. svifdreka á flugi.

Hann mældi allar lengdir eins nákvæmlega og unnt var og notaði flugmanninn sem viðmiðun til að hlutfalla allar lengdir. Þessi svifdreki er til enn og er í geymslu á Ísafirði.