Svifdrekar (hanggliders)
Svifdrekaflug á Íslandi
Svifdrekaflug var fyrst reynt hér á landi árið 1975, og hefur verið stöðugt í framþróun síðan.
Félagið var stofnað af áhugamönnum um svifdrekaflug árið 1978.
Svifdreki er vængur úr dacron efni sem strekkt er á sterk álrör. Síðan eru álpinnar í seglinu sem myndar vænglag.
Flugmaðurinn er íklæddur flugvesti sem síðan er hengt í svifdrekann. Stjórnun svifdreka er með þyngdartilfærslu.
Þannig að flugmaður stjórnar drekanum með því að færa líkamann til í vængnum.
Með því að færa líkamann til hægri í vængnum þá beygir vængurinn til hægri.
Hraðinn er aukinn með því að færa þungann framar og síðan hægt á með því að færa þungann aftur.
Hraðasvið svifdreka er að jafnaði á bilinu 25-100 km/klst. Algengasti flughraði er kringum 40km/klst að jafnaði.
Lengsta flug á Íslandi í svifdreka var flogið af Árna Gunnarssyni í maí 1992 er 92km.