Sléttan er nú loksins orðið viðurkennt fisfélag skv. bókum Flugmálastjórnar og mega nú skrá, skoða og kenna á fis. Félagið hefur sína tíð starfað undir verndarvæng Fisfélags Reykjavíkur sem fram að þessu hefur verið eina viðurkennda fisfélagið sem mátt hefur sinna þessum störfum.
Ný stjórn
Og félagið hefur ekki setið auðum höndum. Nýverið var skipt um stjórn félagsins og er formaður þess nú Ævar Geirdal, en hann tók við af Hans Óla Hanssyni. Gjaldkeri er Jóhann G. Jóhannson og ritari er Þór Emilsson. Þessu að auki hefur embættum greinilega verið útbýtt af miklum eldmóð og í félagaskrá Sléttunnar er nú að finna helming félagsmanna með mismunandi titla, líklega sérútbúna fyrir vottun félagsins.
Við óskum Sléttumönnum og “nýja” fisfélaginu alls hins besta í framtíðinni.