Monthly Archives: júní 2009

Bóklegt námskeið til fisflugs

stadsetningnamskeids

Bóklegt vélfisnámskeið hefst miðvikudagskvöldið 24. júní 2009, kl. 20:00.  Námskeiðið verður haldið í húsnæði Tölvumiðlunar ehf að Faxafeni 10. Reiknað er með kennslu miðvikudags og fimmtudagskvöld í þessari viku og mánudag til miðvikudags í næstu viku.  Frekari tímasetningar verða ræddar með nemendum fyrsta kvöldið.  Athugið að námskeiðið er hluti af skyldunámi til skírteinis fisflugmanns.

Flughátíð á Hellu

flughatid

Flughátíð Flugmálafélags Íslands verður haldið á Hellu helgina 10.-12. júli nk.  Þessi árlega hátíð hefur iðulega verið vel sótt og vinsæl fjölskylduskemmtun meðal flugmanna hverskonar.  Allir áhugamenn flugsporta eru velkomnir.  Ódýr skemmtun fyrir alla fjölskylduna, grillveisla, flugdrekar fyrir börnin, varðeldur, kvöldvaka, flugsýning, o.fl.  Sjá nánari upplýsingar með því að smella á myndina hér til hliðar.  […]

Íslandsmóti svifdreka og svifvængja frestað

agpg

Íslandsmót svifdreka og svifvængja var á dagskránni næstu helgi, 20-21 júní.  Veðurspáin er að aðeins verði hægt að fljúga fyrripart laugardags en þá komi rok og rigning.  Mótanefnd (Hans, Árni Gunn, Ágúst) hafa því ákveðið að fresta Íslandsmótinu og fella það við Pottinn 8-9 ágúst, eins og gert var síðasta sumar.  Íslandsmót Svifvængja og Svifdreka […]

Fréttir af WAG (dagur 5 og 6)

Eldveggur_i_smidum

Fréttir hafa borist með reglulegu millibili frá Gústa á Veraldarleikum flugsins í Torínó.  Nú fer að nálgast prófanir á vélinni og því mikilvægt að allt gangi samkvæmt áætlun.  Svo virðist þó ekki ætla að vera raunin og lífið í Torínó hætt að vera dans á rósum (leyfir greinarhöfundur sér að velta því fyrir sér hvort […]

Fréttir af WAG (dagur 4)

motor_kominn_ur_kassanum-1

Byggingarhópur Skyranger vélarinnar í Torínó mætti að venju um kl. 10 á aðaltorgið til að halda áfram smíðum.  Um kl. 11 kom bílstjóri, nokkuð hróðugur með kassa frá Spáni sem innihélt Rotax 582 mótorinn.  Landfræðileg staðsetning Toríno gerði það að verkum að sendingin var ekki lengi á leiðinni en mikil eftirvænting var eftir mótornum, enda […]

Fréttir af WAG (dagur 3)

allt_tengt_fyrsta_prufuflugid

Tíminn líður í Torino eins og annarsstaðar og nú er staðan að búið er að setja bremsur á vélina, festa dúkinn á skrokkinn og strekkja.  Einnig hafa allir stýrifletir verið settir á og tengdir.  Því má segja að vélin sé orðin svifhæf, hef mótorleysi aftrar enn flughæfi.  Þannig er mál með vexti að tafir á […]

Fréttir af WAG (dagur 2)

eftir_dag_2

Annar dagur í Torínó byrjaði klukkan 9 (í gær) þar sem haldið var áfram við bygginguna á Skyranger flugvélinni.  Í lok dags fengu Ágúst og hópur hans “loftskrúfuna” (propeller) en mótorinn er enn ókominn sem veldur nokkrum áhyggjum.  Komi hann ekki í tæka tíð getur verkefnið tafist verulega þar sem margir af helstu byggingarþáttum vélarinnar […]

Fréttir af WAG (World Air Games) í Torino

ahugasamir_smidir_a_fyrsta_degi

Eins og áður hefur komið fram er Ágúst Guðmundsson, formaður Fisfélagsins, staddur á Heimsleikunum í flugi í Torino á Ítalíu þar sem hann og hópur ungmenna vinna að smíði Skyranger fisflugvélar á “Austurvelli” Torínóborgar.  Ágúst fer fyrir hópnum ásamt Mario Pozzini en þeir sinna einna helst hlutverki leiðbeinenda yfir byggingarhópnum.  Í hópnum er að finna […]

NOTAM á Selfoss (BISF)

selfossflugvollur

Seflossmenn ákváðu nýverið, sem reyndar má segja að byggi á upphaflegum hugmyndum um flugvöllinn á Selfossi, að sá í braut 15/33.  Eins og flestir vita er völlurinn malarlagður og því ætti að verða ljúfara fyrir minni vélar að lenda á grasbundinni malarbrautinni í framtíðinni.  Sökum þessa er braut 15/33 lokuð fyrir snertilendingum fram til 1. […]