Fjallateymið svífur af Kirkjufelli

Arnar, Bjartmar og Gummi í Fjallateyminu gerðu sér afar lítið fyrir í vetur og klifruðu uppá Kirkjufell og svifu þaðan niður á svifvængjum! Þetta gerðu þeir í ansi hressandi aðstæðum með þættinum Úti á RÚV, þegar þáttastjórnendur voru að undirbúa för þangað upp með Baltasar Kormák leikstjóra. Ekki laust við að það örli á öfund þáttastjórnenda við [...]

By |2018-05-07T13:56:07+00:00May 7th, 2018|Fréttir, Svifvængir|Comments Off on Fjallateymið svífur af Kirkjufelli

Námskeið í svifvængjaflugi 2018

Námskeiðin eru að hefjast! Byrjum í Reykjavík um leið og veðrið lagast. Og í Vík, ef næg þátttaka fæst, í byrjun júní. Smelltu hér til að sjá fleiri upplýsingar og til að skrá þig. Hér er hægt að hlusta á stutt og laggott viðtal um svifvængjaflug á Rás 2 í morgun, á mínútu 0:20:25: Morgunútvarpið

By |2018-05-04T10:49:46+00:00May 4th, 2018|Fréttir, Svifvængir|Comments Off on Námskeið í svifvængjaflugi 2018

Íslandsmót svifvængja og svifdreka, frestað til 6.ágúst

Mótanefnd hefur ákveðið að fella niður mánudag og þriðjudag  á þessu Íslandsmóti svifdreka og svifvængja. EN það þýðir að við getum notað varadagana (6-7 ágúst). Nýjar reglur FAI/CIVL leyfa að skráðir séu varadagar fyrir mót. Það er sérstaklega ætlað fyrir óviss veður eins og sýnir sig hér á Íslandi þessa dagana. Glöggir félagar sem kíktu [...]

By |2011-07-04T09:06:26+00:00July 4th, 2011|Fréttir|0 Comments

Hafragrauturinn 2011 – úrslit

Galvalskir svifvængjaflugmenn láta ekki að sér hæða. „Smá“ rigning fyrripart dags sló okkur ekki út af laginu og mætti fjöldi manna á Hafragrautinn í dag. Yfir 20 þáttakendur voru í lendingarkeppninni og að venju var marga skemmtilega búninga að sjá. Ég treysti ég því að þeir sem tóku myndir deili þeim með okkur hinum.  Ég [...]

By |2011-06-05T22:54:30+00:00June 5th, 2011|Fréttir|0 Comments

Hafragrauturinn verður sunnudaginn 5. júní.

Dagskráin verður með hefðbundnum hætti. Mæting í Hafrafell um kl. 11.  Áætlað að fyrstu menn verði komnir í loftið kl. 12.  "Glugginn" verður opinn til kl. 15. en þá verður grillveisla og verðlaunaafhending.  Gefin verða stig bæði fyrir lendingu og búning!   Hlökkum til að sjá ykkur öll, í sumarskapi   Nefndin

By |2011-06-03T16:33:12+00:00June 3rd, 2011|Fréttir|0 Comments

Hafragrauturinn 2011

Hafragrauturinn 2011  verður núna um helgina! Fylgist með hér, á fésbókinni og á skyldunni til að vita hvor dagurinn verður fyrir valinu.Hafragrautsnefndin óskar eftir 2-3 sálfboðaliðum til að sinna dómarastörfum. Tilvalið t.d. fyrir maka. Endilega látið mig vita ef þið um einhverja sem eru til í að taka þetta að sér.F.h. nefndarinnar,HuldaB

By |2011-05-31T17:27:39+00:00May 31st, 2011|Fréttir|0 Comments

Vorverkin í Hafrafelli – nýjustu fréttir

Þá hefur netið á toppi Hafrafells verið stækkað um nokkur hundruð fermetra. Enn er eftir að stækka netið á neðra svæðinu og færa net sem er uppá Úlfarsfelli. Stefnum að því að klára þetta um helgina og mun nánari tímasetning verða tilkynnt þegar nær dregur. Fylgist með!

By |2011-05-18T09:40:36+00:00May 18th, 2011|Fréttir|0 Comments

Vorverkin í Hafrafelli

Nú er unnið að því að bæta aðstöðuna í Hafrafelli, m.a. að þökuleggja upp á topp, grjóthreinsa og laga net. Það var hress hópur sem mætti þangað fyrr í dag, en örvæntið ekki þið sem misstuð af þessu! Til stendur að halda verkinu áfram á þriðjudags eða miðvikudagskvöld. Fylgist með á fésbókinni eða á ParaSkyldunni.

By |2011-05-08T14:33:59+00:00May 8th, 2011|Fréttir|0 Comments