Þegar litið er út um gluggann þessa dagana er ekki margt sem bendir til þess að sumardagurinn fyrsti sé handan við helgina en það er nú samt svo. Páskarnir nálgast óðfluga og ef ég þekki ykkur rétt eru margir sem liggja nú á bæn og vonast eftir því að þá viðri vel til flugs. Eitthvað […]
Category Archives: Aðsendar greinar
Árshátíð, eða “Veðraslútt”, félagsins var haldið í félagsheimili Flugvirkjafélags Íslands í Borgartúni þann 31. október sl. Hátíðin var vel sótt af félagsmönnum og var bryddað upp á þeirri nýbreytni að félagsmenn sköffuðu sjálfir veitingar og úr varð glæsileg veisla í bland við hefðbundin skemmtiatriði og verðlaunaafhendingar. Nánari upplýsingar um verðlaun ársins verða birt hér á […]
Sæl öll, mig langaði bara að segja ykkur frá skemmtilegu flugævintýri sem við Ása erum að plana. Það snýst um að fljúga á svifvæng út um víðan heim í eitt ár og vekja athygli á góðu málefni. Í sambandi við það munum við vinna að verkefni sem við höldum svo sýningu á eftir árið. Þetta […]
ÍSLANDSMÓTIÐ Í SVIFVÆNGJAFLUGI 2009 fór fram í kyrrþey háloftanna helgina 8-9 ágúst í Fnjóskadal við Akureyri. Vel var mætt og fólki heitt í hamsi enda mikið puð að ganga svona mikið upp og niður fjöll tvo daga í röð. Veðrið var ægifagurt og hentaði vel til ýmissar útivistar annarrar en að fljúga á svifvæng.
Undirritaður eyddi helginni ásamt fjölskyldu og ekki síst fisfélaga Þóri Tryggvasyni og hans fólki á ansi skemmtilegum stað í Fljótshlíð, en þetta svæði er að Hellishólum og gefur tilefni til stuttrar ferðasögu. Flugmönnum er Fljótshlíðin að góðu kunnug, ekki síst fyrir hinn ágæta og margrómaða flugvöll í Múlakoti en þar er haldin flughátíð hverja verslunarmannahelgi […]
Frídagsfimmtudaginn (21. maí) nýttu Styrmir (TF150) og Gylfi (TF140) til að heimsækja Sléttuna. Upp kom umræða um hvalreka (hnúfubakur) við Sandgerði og sóttu félagarnir þá um heimild til Keflavíkurflugvallar um að fá að kíkja á gripinn úr lofti. Heimildin var auðfengin, enda stjórnendur flugumferðar í Keflavík ljúfmenni og miklir mannþekkjarar (ályktun sem dregin var af […]
Nú er nýafstaðið 1. maí mótið og voru úrslit kynnt á fundi síðastliðið fimmtudagskvöld. Svifvængir:1. Einar Garðarsson: 60 stig2. Hans Kr. Guðmundsson: 47,2 stig3. Björn Ragnarsson: 21,2 stig Svifdrekar:1. Dr. Kingo von Icemark: 0,12 stigÞað hringdi enginn í hina! Á fundinum var ýmislegt annað rætt
Eins og fram hefur komið á fundum félagsins fékk Fisfélag Reykjavíkur úthlutað nýrri einkatíðni (147.7) nýverið fyrir svifvængja og svifdrekaflug. Vélfis munu áfram nota hefðbundna tíðni félagsins (122.7). Á spjallsíðunni hefur farið fram lífleg umræða um talstöðvamál og nokkrar góðar athugasemdir litið dagsins ljós. Hér fer smá samantekt á því sem fram hefur komið.