Category Archives: Almennt

Svifvængjalíf í Kömbunum

hansiparaglider

Svifvængjafólk tók snöggri hitaaukningu með opnum faðmi um helgina og áttu góða daga og þar með talið á sunnudeginum þar sem nokkrir félagar eyddu deginum í Kömbunum og víðar þótt vægt sé til orða tekið.  Hansi gerði betur og tók lengsta flug sumarsins m.v. yfirlandsreiðina og flaug tæpa 38 km. Ekki verður annað sagt en […]

Sléttuheimsókn í gærkvöldi

slettuheimsokn

Það var fríður hópur fisvéla sem skutust yfir hraunið og heimsóttu Sléttumenn í gær í glæsilegu flugveðri og stórkostlegu útsýni.  Í ferðinni voru TF-108, TF-111,  TF-134, TF-150, TF-152, TF-159 og svo bættist TF-170 við hópinn frá Selfossi stuttu síðar.  Sléttumenn tóku vel á móti ferðalöngunum “að sunnan” og buðu eins og þeim er listin upp […]

Talstöðvarmál

19 jl esjusleddinn 002

Það er búið að vera smá umræða um talstöðvakaup. Flestum finnst þetta vera hið besta mál en svo kemur að kostnaðinum þá dregur úr áhuganum og svo deyr umræðan.  Næsta ár endurtekur umræðuhringurinn sig.  Þetta er jú, bara gangurinn á málunum og í hverri árs-umræðu fjölgar talstöðva eigendum.

Stutt saga Skyranger flugvélanna

TF-170

Skyranger fisflugvélarnar eru íslendingum að góðu kunnar enda er þetta algengasta vélfis hér á landi.  Flestar skráðar fisvélar af einni tegund og nánast allar samsettar hér á landi af félagsmönnum Fisfélagsins.  10 vélar nánar tiltekið og aðeins ein af þeim sem er innflutt fullsmíðuð.  Hér fer smá söguágrip Skyranger vélanna hérlendis og nokkrar töl- og […]

Vörukynning: Spot GPS sendir

spotlogo2

SPOT er lítil og sniðug græja, einskonar ferða-neyðarsendir, sem gagnast fisflugmönnum einkar vel.  Þessi búnaður sem er á stærð við GPS ferðatæki er bæði einföld og þægilegur í notkun og ætti ekki að reynast neinum flókið fyrirbæri. Undirritaður kynnti sér Spot tækið og hér er smá skýrsla ykkur hinum til upplýsingar.

Skýjum ofar 2

Í nýjasta þætti Skýjum Ofar var rætt við Árna Gunnars og Ebba um fisflug.  Þáttastjórnandi fór hjálmlaus í flug með Ebba í 9° frosti og dæmi nú hver fyrir sig skynsemina í því útspili.  Þættirnir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ÍNN kl. 22 á mánudagskvöldum en hægt er að horfa á umræddan þátt hér fyrir neðan.