Loftferðasamningur milli Tyrklands og Íslands var áritaður í gær í utanríkisráðuneytinu. Þetta er fyrsti loftferðasamningur landanna en Tyrkland er meðal þeirra ríkja sem Ísland hefur átt í viðræðum við að undanförnu, að því er greint er frá í tilkynningu utanríkisráðuneytisins.
Category Archives: Fréttir úr öðrum fjölmiðlum
Fréttastofa Stöðvar 2 sýndi í kvöld stutta frétt um aðstöðu Fisfélagsins á Reynisvatnsheiði. Ágúst formaður var tekinn tali og sýndar voru myndir frá athafnarsvæði okkar að Grund sem og frá nýja flugvellinum á heiðinni. Flogið var með myndatökumann stöðvarinnar og aðstæður sérlega góðar til loftmyndatöku. Fréttin af visir.is fer hér á eftir sem og frétt […]
Hér gefur að líta nýjasta þátt “Skýjum ofar”, en í þessum 5. þætti fóru þáttastjórnendur m.a. í listflug með Magnúsi Norðdahl, einkaflugmanni nr. 35 á Íslandi á TF-ABC (Zlin Z-326 Trener Master árg. 1966). Að auki heimsóttu þeir Gunnar Þorvaldsson, einn eiganda pólsku PZL flugvélarinnar TF-RED. Undarlega glæsileg flugvél þar á ferðinni með einstaka STOL […]
Til greina kemur að höfuðstöðvum alþjóðlegs flugskóla verði fundinn staður á Keflavíkurflugvelli. Ef af verður gætu orðið til á annað hundrað störf fyrir tæknimenn, flugvirkja, flugmenn og fleiri. Það er hollenska fyrirtækið ECA sem kannar nú möguleika á uppbyggingu á Miðnesheiði, segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri samgönguskóla Keilis.
Hér gefur að líta nýjasta þátt “Skýjum ofar”, en í þessum 4. þætti fóru þáttastjórnendur m.a. í þyrluflug með Landhelgisgæslunni. Strákarnir höfðu ekki lítið fyrir hlutunum og gaman var að sjá útkomuna enda þátturinn tekinn á a.m.k. 4 myndavélar samstundis sem gaf skemmtilega mynd af verklagi Gæslunnar. Að auki var fylgst með lægsta lowpassi 757 […]
mbl.is sjónvarp fór nýverið í ferð með Hálfdáni okkar til Gjögurs og til baka. Læt fréttina fylgja hér.
Það virðist nánast kraftaverk að ekki varð stórslys þegar Tornado-orrustuþota Konunglega breska flughersins þaut fram hjá svokölluðu fisi, eins konar vélknúnum svifdreka, í aðeins tíu metra fjarlægð. Flugmaður þotunnar var svo nærri hinum að hann rétt sá glitta í hjálm hans við hlið sér. Atvikið varð yfir Suður-Wales í september í fyrra og hefur Flugmálastjórn […]
Stefnt er að 60 milljóna króna sparnaði í rekstri flugvalla landsins á þessu ári. Framlag ríkisins til framkvæmda og rekstrar flugvalla landsins og flugleiðsöguþjónustu þeim tengdum hefur verið skorið mikið niður. Dregið verður úr þjónustu á mörgum flugvöllum en áhersla lögð á kjarnastarfsemina þ.e. áætlunarflug og sjúkra- og neyðarflug.