Stærra félagsheimili

Haustið 2019 festi félagið kaup á kennslustofum eða öllu heldur skrifstofum og kennslustofu sem höfðu verið notaðar í Dalaskóla í Úlfársdal. Húsið var flutt í tvennu lagi upp á Hólmsheiði í október 2019 og komið fyrir við hlið félagsheimilisins sem fyrir var. Meiningin er að tengja húsin saman og gera úr þeim þá aðstöðu sem félagið þarf til að halda námskeið, fundi og hýsa allar þær uppákomur sem félagið stendur fyrir.
Vonast er til að þetta hús verði félaginu lyftistöng og muni verða félagsstarfinu til framdráttar um ókomin ár.
Nú stendur yfir vinna við að breyta húsinu og koma því í það stand sem hentar best fyrir starfsemina.