Nú er fyrsti fimmtudagur í apríl og því er félagsfundur í kvöld fimmtudagskvöld kl. 20:00 að félagsheimilinu Grund. Fundarefni til viðbótar við almennt spjall og hitting:
- Mynd um flug (stjórnin er ekki með neina á takteinum, en komið með DVD og valið verður á staðnum)
- Kynntur nýr vefur félagsins
- Yfirferð á reglum í Yfirlandsreiðinni 2009, rætt hefur verið um að aðeins verði gilt 1 flug á hverjum flugstað.
- Sýnd nokkur dæmi um hvernig flugþrautir eru settar á mótum sem stefnt er að á næsta Íslandsmóti. Einnig er stefnt að því að Íslandsmótið í svifvængjaflugi verði skráð hjá FAI og því komast allir keppendur á World Pilot Ranking listann.
- Veitt verðlaun fyrir persónulegan árangur, tveir hafa sótt um slíka viðurkenningu.
- Önnur mál