Páskavængir

Það lágu háar væntingar í loftinu fyrir þessa páskahelgi. Við ætluðum að fjölmenna á Ísafjörð eða Akureyri og fljúga myrkranna á milli þessa fimm frídaga. Veðrið var ekki sammála og enn sem komið er er þetta eina niðurstaðan: 9. apríl 2009

Bjössi, Hans, Dimitri, Szczepan, Aline og ég hittumst á N1-Höfða í kaffi uppúr tíu og sötruðum veður og vind. Úr varð rúntur uppá Sandfell en þar fannst okkur heldur lítill vindur að austan og brunuðum því uppað Mattahorni (svo nýlega nefnt af Væringja) við Vífilfell. Þar áttuðum við okkur á því að Sandfell væri miiiikið betra og brunuðum því beinustu leið þangað aftur. Örkuðum 20 sveittar mínútur að fyrirheitna take-offinu áður en okkur grunaði að þar væri alltof mikið rok fyrir viðkvæma páskavængi. Hringdum í Veðrið sem staðfesti að væri að hvessa. Fórum því og hlýjuðum okkur með kakóbolla á Litlu kaffistofunni og svo að gröndla við Hálfvitann. Liðugar jarðfimiæfingar voru iðkaðar við misjafnan vindhraða… 4-11 ms… hægt að hólahoppa og ærslast aðeins og sonna, flott svæði sem við deildum með Landhelgisgæslunni, fjórhjólum, torfæruhjólum og áhugaverðum rússum. Hættum rétt fyrir regn.

Hans fór að trækast og Elín fór í Skálafell en fann ekki flugveður frekar en við, fjúkkit! Innocent

Video hér: {youtube}Vcmmyb1tkgw{/youtube}

Myndir hér:

Reyndar fórum við Dimitri ofurhugi á rúntinn í dag og ætluðum að finna gröndlsvæði í auga stormsins. Þess í stað festist Pajeroinn í drullupytti og við búin að baksast þar í allan dag! Embarassed

Myndir hér: www.flickr.com/anitahaf