Í kvöld verður á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN síðasti þáttur “Skýjum ofar” (að sinni) sem er flestum flugmönnum orðinn að góðu þekktur. Viðfangsefni þáttarins í kvöld verður að vanda margþætt en skv. heimildum verður þar m.a. að finna spyrnukeppni milli Monster-Pitts Björns Thoroddsen og Cirrus vélar auk þess sem við fáum að kynnast þeirri síðarnefndu betur. Félagarnir húkka svo far með Fokker F-27 flugvél Landhelgisgæslunnar (TF-SYN). Þátturinn hefst kl. 22:00.