1. maí mót og fundur 7. maí

1. maí mót

1. maí mótNú er nýafstaðið 1. maí mótið og voru úrslit kynnt á fundi
síðastliðið fimmtudagskvöld.

Svifvængir:
1. Einar Garðarsson: 60 stig
2. Hans Kr. Guðmundsson: 47,2 stig
3. Björn Ragnarsson: 21,2 stig

 Svifdrekar:
1. Dr. Kingo von Icemark: 0,12 stig
Það hringdi enginn í hina!

Á fundinum var ýmislegt annað rætt  , svo sem farið yfir loggbókina og hvernig á að nota hana. Talað um næsta mót, Hafragrautinn, þar sem allir mæta í sínu fínasta gervi og punktlenda… nota bene ekki á girðingunni. Gústi veitti þeim sem um það sóttu FAI viðurkenningar fyrir persónulegan árangur. Talstöðvamál voru að sjálfsögðu rædd. Horft var á Dixon White dvd. Og svo var skrafað, rifjað upp og hlegið til að ganga miðnætti.

Kynningarfundur fyrir byrjendanámskeiðið var haldinn þarna á undan. Á þann fund mættu um 20 manns, þar af 9 stelpur. Mikil stemning, og fyrsti bóklegi tíminn verður haldinn á þriðjudag. Þeir sem hafa vængi til sölu er bent á að auglýsa þá hér á síðunni.

Hér má sjá fáeinar myndir af fundinum

Flugloggar 1. maí mótsins:

Flug 3. maí  og síðan flugið hjá Kingo 2. maí.