Flugdagur á Flúðum 13. júní

fludir_kps

fludir_kpsLaugardaginn 13. júní ætla flugmennirnir og FKM félagarnir Maggnús Víkingur og Georg Ottósson að standa fyrir flugdegi á Flúðum. Er þetta í þriðja sinn sem þeir félagar standa fyrir slíkri uppákomu.  Öllum flugvélum og auðvitað flugmönnum er boðið að kíkja við, en að vanda er hátíðin glæsileg og skemmtileg fjölskylduskemmtun.

Von Flúðamanna er að fá sem flesta flugmenn og flugvélar á svæðið til, enda hefur þurft að berjast fyrir tilverurétti flugvallarins á Flúðum. Dagskráin hefst klukkan 14:00 með mætingu flugmanna og gesta. Þeir sem það vilja bjóða gestum í útsýnisflug. Þyrla verður á staðnum sem einnig mun bjóða upp á útsýnisflug.

Að vanda verður grænmetismarkaður í skýlinu og grillaðar verða pylsur og gos selt með á vægu verði.

Ef aðstæður leyfa verður haldin lendingarkeppni. Athugið að flugvélabensín er hægt að fá á staðnum.  Fjölmennum allir fismenn og látum sjá okkur á Flúðum um næstu helgi.

Flugkveðja,
Maggnús Víkingur Grímsson
Georg Ottósson