Félagsfundur 4. mars 2010

Sæl(ir) félagar og annað áhugafólk um fisflug

Fundur annað kvöld kl.20:00 að Grund.

Efni fundarins:

1. Vídeómyndasýning til að byrja með, að sjálfsögðu tengt flugi,í umsjón undirritaðs.

2. Umfjöllun um Live Tracking ásamt skoðun búnaðar, mjög áhugaverður búnaður með mikla                                             möguleika bæði sjónræna, tæknilega & öryggisins vegna. Biskupinn & Ágúst munu sýna búnað og jafnvel Einsi Kaldi líka.

3. Róbert mun mæta (þó ekki einn á fundinn) með IPPI-skýrteini

4. Ágúst ræðir hugsanlega um Norðurlandamótið í svifvængjaflugi sem verður í sumar.

5. Hugsanlega önnur og fleiri mál rædd…

Látið endilega sjá ykkur annað kvöld 🙂

 

f.h. stjórnar,

Kingo