Keppnisþraut æfing fyrir mót
Til að flugmenn geti æft sig og prófað notkun GPS í keppnum hefur verið sett upp æfingaþraut við Hafrafell.
Punktarnir R10 Reykjafell, R11 Skyggnir og R12 Hafrafell hafa verið skilgreindir fyrir keppnina. Punktarnir hafa allir 400m radíus frá hnitum punktsins
Hægt er að sækja GPSDump skrá hnitpunktanna hér neðst á síðunni.
Með GPSDump má síðan hlaða punktunum í GPS tæki flugmannsins.
Eins má skrá hnitin beint handvirkt í tækin (dd.ddddd form):
dd.ddddd form
R10 Reykjafell N64.15869 W21.63448
R11 Skyggnir N64.14306 W21.68623
R12 Hafrafell N64.13517 W21.65656
dd.mm.mmm form
R10 Reykjafell N64 09.522 W21 38.069
R11 Skyggnir N64 08.584 W21 41.174
R12 Hafrafell N64 08.110 W21 39.394
dd.mm.ss’s form
R10 Reykjafell N64 09 31.3 W21 38 04.1
R11 Skyggnir N64 08 35.0 W21 41 10.4
R12 Hafrafell N64 08 06.6 W21 39 23.6
Þrautin er eftirfarandi með flugtak í Hafrafelli:
- Frá R12 Hafrafell í R10 Reykjafell
- Frá R10 Reykjafell í R11 Skyggnir
- Frá R11 Skyggnir í R12 Hafrafell
Heildarlengd miðju í miðju er 7,6km en með FS er reiknuð stysta mögulega leið,
jaðar í jaðar og er þá heildarvegalengdin 5,4 km. Garmin GPS munu því sýna heildar vegalengdina 7,6km.
Keppnin er “Race to goal” með byrjun kl. 12.00 og lok kl. 22.00
Keppnisblað eins og sett er upp á móti er hér: taskboard.pdf
GAP parametrar og annað sem þarf fyrir þraut er sett upp eins og hér sést:
Hægt er að nota FS keppnisforritið til að skoða ferilinn, eftir að hann hefur verið sóttur úr GPS tækinu með GPSDump. Athugið að það þarf að velja Edit-task og breyta dagsetningunni til að fá fram ferilinn sem gildan í þrautinni. Keppnisgögnin eru hér: hafra_task.zip
Hægt er að sækja FS keppnisforritið á vef FAI http://fs.fai.org
Góða skemmtun