Vélfisfundur verður fimmtudagskvöldið kl. 20.00 að Grund

Við fáum góðan gest Wolfgang Lintl til að spjalla við okkur.

Wolfgang byrjaði sem svifdrekaflugmaður og fór síðan að fljúga véldrekum.
Hann og kona hans eru bæði flugmenn og hafa flogið og keppt mikið.
Nýjasta flugtækið hans er gírókopti
Helstu efni sem við gætum rætt eru:

  • Flug á vélfisum í þýskalandi og um evrópu. Wolfgang hefur flogið þónokkuð um evrópu og þekkir ágætlega til hvaða reglur gilda hér og þar.
  • Ferðalög á fisum. Þau hjónin hafa hafa flogið langa túra í Ástralíu og USA, þar kemur ýmislegt skemmtilegt uppá.
  • Keppnir á fisum og paramótorum. Þau hjónin hafa tekið þátt í mörgum keppnum og undanfarið hefur hann verið dómari í stærri keppnum.

Um að gera að spjalla um þau efni sem flugmenn hafa áhuga á að fræðast um. ÁG