Hafragrauturinn 2011 – úrslit

Galvalskir svifvængjaflugmenn láta ekki að sér hæða. „Smá“ rigning fyrripart dags sló okkur ekki út af laginu og mætti fjöldi manna á Hafragrautinn í dag. Yfir 20 þáttakendur voru í lendingarkeppninni og að venju var marga skemmtilega búninga að sjá. Ég treysti ég því að þeir sem tóku myndir deili þeim með okkur hinum.  Ég vil nota tækifærið og mynna á ljósmynda og myndbanda-samkeppni félagsins.

Stöð 2 mætti á svæðið og birtist umfjöllun þeirra í kvöldfréttatímanum.  Klippuna má sjá hér:

Sérstakar þakkir vil ég færa Sigga „kjúlla“ sem reddaði kjötinu á grillið sem og Agli og Valda sem lánuðu okkur grillin sín. Fjölmargir aðrir lögðu hönd á plóg og einnig var ánægjulegt að sjá hvað menn voru hjálpfúsir á flugtakssvæðunum.

 

Ég þakka ykkur öllum kærlega fyrir vel heppnaðan Hafragraut!

 

Úrslit:

1. sæti  Szczepan Pawluszek                            lenti aðeins 30cm frá vatnsblöðrunni

2. sæti  Guðbjartur Rúnarsson                          lenti 123cm frá vatnsblöðrunni

3. sæti  Henryk Paciejewski                             lenti 150cm frá vatnsblöðrunni, á paramotor

 

Samúel Alexandersson fékk verðlaun fyrir besta búninginn, en hann mætti sem ástarengillinn Amor og skaut ástarörvum sínum að viðstöddum.