Vörukynning: Spot GPS sendir

spotlogo2

spotlogo2SPOT er lítil og sniðug græja, einskonar ferða-neyðarsendir, sem gagnast fisflugmönnum einkar vel.  Þessi búnaður sem er á stærð við GPS ferðatæki er bæði einföld og þægilegur í notkun og ætti ekki að reynast neinum flókið fyrirbæri.

Undirritaður kynnti sér Spot tækið og hér er smá skýrsla ykkur hinum til upplýsingar.

SPOT_GPS_frontKostir:

  • Sendir út neyðarboð og/eða boð um að allt sé í lagi ásamt nákvæmri GPS staðsetningu með einni skipun.
  • Hóflega verðlagt, passlega stórt, áberandi og létt meðförum.
  • Nýtist jafnt á flugi sem í gönguferðum, vélsleðaferðum, siglingum, o.s.frv.
  • Góð rafhlöðuending.

Gallar:

  • Takmörkað viðmót á tæki.  Ljósmerki krefjast þess að viðkomandi þekki vel á tækið.
  • Þarf að vera staðsett þar sem það sér himinn vel, m.ö.o. dugar ekki að koma fyrir hvar sem er í vélinni.
  • 148 dollara áskrift á ári, ef notandi vill nota alla möguleika tækisins.

Grunnvirkni SPOT tækisins er neyðarsendir.  Tækið eitt og sér getur sent út neyðarboð með því einu að halda inni neyðarhnappnum í nokkrar sekúndur.  Við þetta ferli eru neyðarboðin send stjórnstöð í Bandaríkjunum þar sem þau eru svo áframsend til viðkomandi björgunarsveitar eða lögreglu.  Boðin innihalda upplýsingar um númer tækis, sem svo er tengt við eigandaupplýsingar, og nákvæma GPS staðsetningu.

SPOT_buttonsKaupi viðkomandi notandi 99$ árs áskrift í gegnum vefsíðu SPOT, er hægt að fylgjast náið með staðsetningarboðum viðkomandi á Google Maps.  Þannig geta aðstandendur fengið boð í hvert skipti sem vél t.d. lendir eða viðkomandi flugmaður nær á áfangastað.  Fyrir auka 49$ á ári getur tækið svo sent boð á 10 mínútna fresti og sýnt feril á Google Maps þeim sem aðgang hafa.

SPOT tækið fæst hjá Toyota umboðinu á Selfossi og allar nánari upplýsingar gefur starfsmaður umboðsins og fisflugmaðurinn Þórir Tryggvason (TF-170) í síma 480 8000.  Verðið er (þegar þetta er ritað) ennþá á “gamla genginu”, 29.900 og félagsmenn fá að auki sérstakan aukaafslátt.