Loggbók svifmanna

Loggbók flugmanna svifdreka og svifvængja hefur verið á netinu frá 2002.

Hún er unnin í samvinnu við Norska svifdreka og svifvængjasambandið.

Loggbókin er auk þess með tengingu fluga við keppni í yfirlandsreið sem er árleg keppni okkar. En yfirlandsreiðin hefur verið virk í félaginu í áratugi. Fyrsta keppnin í yfirlandsreið var árið 1983. Það er fyrir GPS og þurftu keppendur að skila upplýsingum um flug með skriflegri staðfestingu annarra um hvar flugtakið var og hvar lendingin var.

Loggbókin er aðgengileg hér en hún hefur tenginguna http://www.flightlog.org/fl.html?l=4 og er á Íslensku.

Margir skrá öll sín flug í loggbókina, sem er góð venja.

GPS ferlar og myndir eru góð viðbót við lýsingar á flugi og flugstöðum.

Allmargir flugstaðir á Íslandi eru þegar skráðir í loggbókina.