Kynning: TF-136 DynAero MCR-01 ULC

TF-136b

TF-136bTF-136 er eitt nýjasta fis innan vébanda Fisfélags Reykjavíkur. Vélin er koltrefjavél (carbon fibre) smíðuð í Frakklandi. Vélin er búin Rotax 912S mótor og skiptiskrúfu sem gerir hana hraðskreiða (farflugshraði um 270 km/klst). Að auki skartar hún fowler flöpum sem leyfir henni að lenda innan 65 km/klst.

TF-136b 136dash TF-136d

Minnsti flughraði: 34 kt 39 mph 63 km/klst.
Farflugshraði: 146 kt 168 mph 270 km/klst.
Vne: 160 kt 184 mph 296 km/klst.

Flugtakslengd m.v. 15m hindrun: 540 ft | 165 m
Mesta flugtaksþyngd: 450 kg | 992 lbs
Tómavigt: 256 kg | 560 lbs

Vél: Rotax 912S
Eldsneytiseyðsla: 13 l/klst.

Upplýsingar um framleiðanda:
MCR lína DynAero flugvélanna er afsprengi 20 ára þróunarvinnu og rannsókna Michael Colomban og framleiðslutækni þróaðri af DynAero verskmiðjunum. Michel Colomban var um árabil flugeðlisfræðingur og verkfræðingur hjá Morane-Saulnier, Potez & Aerospatiale, en hann hannaði síðar hina frægu eins sæta, tveggja hreyfla Cricri flugvél, en hún er ein af róttækustu framförum í léttflugshönnun hvað snertir flesta þætti flugvélahönnunar.

DynAero verksmiðjurnar eru 11 ára gamlar, stofnaðar árið 1998.  Þær hafa hlotið eftirfarandi vottanir:

  • N.A.T.O FAOW3
  • D.G.A.C. Radio laboratory certified
  • Laboratory authorized for wood testing (about the regulation NFL 17-996)

Fyrirtækið framleiðir aðrar vélar í flokki LSA og að auki hefbundnar 2ja og 4 sæta einkaflugvélar af sömu tegund.

Útbúnaður:

Analog:
Airspeed Indicator, Altimeter

EFIS (Dynon FlightDEK-D180):
Artificial Horizon, RPM, Magnetic Compass, Oil Pressure, Oil Temperature, Water temperature, Manifold Pressure, Fuel Gauge, Slip-Skid Indicator, Fuel consumption, Fuel pressure, Clock, o.fl.

Ljós:
Navigation, Strobe.

Annar búnaður:
VHF talstöð, GPS með nýjasta Íslandskorti og lendingarstöðum, Transponder mode S, Fjarstýring að hliði á BIRK.

Eldsneyti: 60l bensín 95-98okt / AVGAS

Flugþol: 4.5 klst.

Video:

{youtube}l0DyzKC7fzE{/youtube} {youtube}R7Dqvw0eXkQ{/youtube} {youtube}If-uWAGkeYI{/youtube}