Nauðlending fisvélar næst “í beinni”

skyrangerlendiraakri

skyrangerlendiraakriÞeim brá töluvert þessum tveimur flugmönnum á Sun & Fun flughátíðinni á sunnudaginn síðasta þegar þeir flugu frá Winter Haven til Lakeland á Skyranger fisvél og misstu mótor á miðri leið yfir bæinn.  Hinn 22ja ára Kyle Davis virtist halda ró sinni furðuvel þrátt fyrir nokkur vel valin blótsyrði á leiðinni niður.  Sjaldgæft er að slíkar nauðlendingar eigi sér stað en ennþá sjaldgæfara verður að teljast að hún náist svo vel á filmu sem raun ber vitni.  Óvíst er hvað olli því að mótorinn stoppaði en það verður birt í rannsóknarskýrslu FAA síðar á árinu.

{youtube}Hsyx86HkRow{/youtube}

Hann verður að teljast heppinn að bæjarbúar voru ekki allir á sunnudagsrúntinum þegar þetta kom upp á.