Talstöðvamál – ný tíðni félagsins

Paraglider_hjalmur_med_mikrafon

Paraglider_hjalmur_med_mikrafonEins og fram hefur komið á fundum félagsins fékk Fisfélag Reykjavíkur úthlutað nýrri einkatíðni (147.7) nýverið fyrir svifvængja og svifdrekaflug.  Vélfis munu áfram nota hefðbundna tíðni félagsins (122.7).  Á spjallsíðunni hefur farið fram lífleg umræða um talstöðvamál og nokkrar góðar athugasemdir litið dagsins ljós.  Hér fer smá samantekt á því sem fram hefur komið.

Fyrst ber að nefna að gömlu VHF stöðvarnar ná margar hverjar ekki á þessa nýju tíðni.  Það væri því ekki vitlaust að vélfismenn myndu hugsa til svifvængjafólks ef endurnýja/bæta þurfi við talstöðvakost vélanna. 

Bjössi væringi tók sig til og skellti saman mjög áhugaverðri umsögn um Yaesu talstöðvar og tilvalið að birta það efni hér.

Ég held ég geti fullyrt að við sem erum með Yeasu stöðvar séum hæst ánægðir með þær.

Ég þekki ekki aðrar stöðvar en ég veit að hjóla kallarnir (fjórhjóla/ enduró) eru að líka að nota þær. Og það nýjasta hjá þeim eru hálsmíkrafónar sem eru að gera stormandi lukku.  Míkrafónninn liggur á/ uppvið barkann. Talstöðin er höfð á Vox, (fer í gang  þegar talað er) Mér hefur verið sagt að engin umhverfishljóð heyrist, enginn mótor eða vindhljóð. 

Helstu kostirnir sem ég sé við þær eru:

 • Virðast vandaðar og nokkuð höggheldar (hef misst mína í jörðina harkalega)
 • Dual band sem þýðir að það sé hægt að hlusta á eina rás (t.d. Airband Fisflugrásina eða Flugturninn) en tala svo á PG rásinni. Það má vel vera að aðrar stöðvar séu með þessum “fídus”
 • Þetta er ekki Airband-stöð. Til að koma í veg fyrir að “Pétur& Páll” geti verið að blaðra ínná flugumferðarásirnar= flugöryggi.
 • Þær eru vel vatns eða slettu varðar. Sagt að þær þoli að vera í vatni í 1/2 tíma.
 • Batteríið endist mjög vel.
 • Bílanaust er með ýmislegt auka dót til sölu s.s. eyrnartapa/putta-takka.
 • Þær eru með rosalega mörgum fídusum, minni og alskonar sem maður getur grautað í ef maður hefur áhuga á slíku.
 • Það er líka hægt ef maður hefur ekki áhuga á tækni bulli að fá einhvern tækni-nörd að prógrammera fyrir sig stöðvarnar inní í mynni þannig að maður þarf bara að kveikja á og nota.
 • þessi kostur er stór fyrir paraglider-liðið. Ef maður er á ferðum erlendis er mjög auðvelt að stillla á þá bylgjulengd sem er notuð á viðkomandi flugstað. Maður gerir það sjálfur eins og að stilla inn útvarp.

Ókostirnir finnast mér vera:

 • Þetta er ekki AirBand stöð. Þetta þýðri að það er hægt að hlusta á Airbandið (flug umferðarásir) en ekki tala inná rásina. M.ö.o. ég get ekki talað inná mótorfis-rásina 122,7 Ég get ekki talað við flugvélar eða flugturninn.
 • Dýrar (kosta milli ca. 30-40þús) Veit þó ekki hvort þær eru raunverulega dýrari miðað við það sem maður fær.
 • Of flóknar. Maður getur tínst í marga daga í tækni-fídusum og lesið bæklinginn í klessu. (það er hægt að fara til einhvers og láta stilla)

Timothy Bishop hefur kannað með nokkrar stöðvar á Ebay og hefur lagt til að menn hópi sig saman um kaup á slíkum talstöðvum og fái með því hópafslátt.  Einnig er kallað eftir námskeiði í notkun stöðvanna.

Endilega tökum þátt í umræðunni ef hugmyndir vakna um leiðir og lausnir í þessum málaflokki.  Umræðuna má finna hér