FAI viðurkenningar

colibri

FAI viðurkenningar fyir persónulegan árangur í flugi.

colibri

FAI Colibri merki
fyrir áfanga í flugi vélfisa og paramótora

FAI Colibri merkin eru fyrir árangur einstakra flugmanna. Þeim er ætlað að vera stighækkandi viðmið sem mælir og hvetur flugmenn til að auka við getu sína og hæfni í flugi.

Colibri merkin eru fjögur: Brons, silfur, gull og demantur.

Demantsmerkin eru veitt af vélfisdeild FAI (CIMA) fyrir sérstakan árangur.

Nánari skilgreining á kröfum til að fá Colibri merki eru í skjalasafni félagsins og má sjá hér

eagle

FAI Eagle merki fyrir áfanga í flugi svifvængja og svifdreka

FAI merkin eru fyrir árangur einstakra flugmanna. Þeim er ætlað að vera stighækkandi viðmið sem mælir og hvetur flugmenn til að auka við getu sína og hæfni, sérstaklega í yfirlandsflugi.

Brons merkinu ættu flestir flugmenn að ná á fyrsta ári í virku flugi og silfur merkið ætti að nást í virku flugi einu eða tveimur árum síðar.

Gull merkið ætti að vera mögulegt fyrir flugmenn á fyrstu fimm virkum árum í yfirlandsflugi.

Nánari skilgreining á kröfum til að fá Eagle merki eru í skjalasafni félagsins og má sjá hér