Selfossflugvöllur klár fyrir sumarið

selfossflugvollurvaltadur

selfossflugvollurvaltadurÞað er ekki slegið slöku við á Selfossflugvelli þessa dagana. í gær hófst vinna við að valta allar brautir enda tíðarfarið einkar gott til völtunar. Sigurður Karlsson og Helgi Sigurðsson komu því í kring að stór valtari fékkst á svæðið og tóku þá nokkrir félagar til óspilltra málanna.

Haraldur Eldon týndi flest það grjót úr brautum sem hægt var og svo tóku þeir Stefán Jóhannsson, Helgi Sigurðsson og Þórir Tryggvason sig til og völtuðu allar brautir fram á nótt og aftur í morgunsárið í dag.  Er völlurinn nú hinn sléttasti og verður það vonandi fram á sumarið.  Nokkar myndir voru teknar við þetta tækifæri sem eru komnar inn í myndaalbúm Flugklúbbsins. Þær tók Aron Karl Þórisson tilvonandi félagsmaður, en hann er á ellefta ári og fer stundum hring með pabba sínum í TF-170.