Það verður að segjast áhugaverð tækni sem sást nýverið við lendingu upp við Hafrafell þegar Aníta kom svífandi inn til lendingar á paraglider. Ekki er talið að aðferðin hafi verið hugsuð fyrirfram en hún minnir óneitanlega á þá sem herflugvélar nota á flugmóðurskipum. Ekki kemur fram á myndbandinu hvort Anítu hafi verið skotið á loft með svipaðri aðferð en ljóst er að þrátt fyrir framtakið hljóti að vera til þægilegri lendingarbúnaður en gaddavírinn sem þarna var notaður. Ýtið á “nánar” til að sjá myndbandið.
{youtube}IxN96yBIQcY{/youtube}