Útlit fyrir glæsilegt flugveður um helgina

belgingsspa

belgingsspaJæja, Kári virðist hafa ákveðið að taka langt helgarfrí þessa vikuna og svo virðist sem að hér verði hið ákjósanlegasta veður næstu daga, logn að mestu og úrkomulaust auk þess sem hitastigið ætti að geta teygt sig hátt í 20 stigin norðan og vestanlands.  Fjöldi fisfólks á eflaust eftir að viðra dreka, vængi, vélar og annað sem svífa kann næstu dagana miðað við þessar spár.  Gaman væri að fá að sjá hvað menn hafa í huga um helgina í annaðhvort “Tjáðu þig” glugganum hér til hliðar eða í athugasemdakerfinu fyrir neðan þessa frétt.

Svo virðist sem besta veðrið verði um allt land að þessu sinni.  Vindar verða með minnsta móti en þó er við því að búast að vindstrengir nái að teygja sig inn á landi á austur- og norðvesturlandi.  Úrkomulaust verður að mestu um allt land, alla helgina.

Vert er að benda á www.vedur.is og ekki síst www.belgingur.is, en síðarnefndi vefurinn býður nú einnig upp á flugveðurspár auk þess sem auðvelt er að skoða veðurspár og þróun á hreyfimyndum fram í tímann.

Að auki er að finna flugveðurupplýsingar, s.s. METAR, TAF og almennar flugveðurspár í texta hér á vefnum undir Flugið->Flugupplýsingar.