Svifvængjalíf í Kömbunum

hansiparaglider

hansiparagliderSvifvængjafólk tók snöggri hitaaukningu með opnum faðmi um helgina og áttu góða daga og þar með talið á sunnudeginum þar sem nokkrir félagar eyddu deginum í Kömbunum og víðar þótt vægt sé til orða tekið.  Hansi gerði betur og tók lengsta flug sumarsins m.v. yfirlandsreiðina og flaug tæpa 38 km. Ekki verður annað sagt en að nú hafi flugsumarið formlega hafist en rok og rigning undanfarnar helgar hefur leikið fisfólk grátt og ekki viðrað til flugs svo tala megi um.

Stutta ferðasögu er að finna á tracklogg Hansa en þar segir m.a.:

“Frábært flug úr kömbunum. Svifdreka kallarnir voru komnir í loftið og Denni toplenti. Ég ræddi aðeins við hann og hann sagði að þetta væri nákvæmlega eins og þegar hann flaug fyrir 2 árnum til Krísuvíkur. Ég tók stefnuna þangað og lét mig berast með bólunum. Ég fór tvisvar upp í skýjabotnana en þeir voru í uþb 1800m.  Þegar ég var farinn að nálgast Kleifarvatn sá ég að hafgolan var orðin mjög sterk og því flaug ég út og lenti á veginum við vesturendann á Herdísarvíkur hryggnum. Þetta flug tók svolítið á og var krefjandi upp að uþb. 800m hæð eftir það var þetta mjög þægilegt og lift allstaðar. :)”

Glæsilegt “upphaf” af flugsumrinu og við óskum Hansa auðvitað til hamingju með lengsta flug sumarsins á svifvæng, en miðað við spár má búast við harðri samkeppni í sumar.

Tveir svifdrekar gerðu sér lítið fyrir og svifu frá Kömbum yfir á Grund og verður að teljast góður árangur að auki.