Hafragrauturinn margfrægi nálgast óðum og fyrir þá sem enn eru blautir bak við eyru og undir pung, er hér um að ræða einskonar furðufataflugkeppni fisflugmanna. Undanfarin ár hafa heppnast með ágætum og engin ástæða til að ætla annars en að stemningin verði ennþá meiri þetta árið, enda margir nýliðar bæst í raðir félagsmanna undanfarin ár. Að þessu sinni er áætlað er að halda mótið 27. júlí n.k. Tilkynning frá Hafragrautsnefnd fylgir hér eftir:
Jæja kæru flugfélagar.
Þá er loksins komið að SKEMMTIMÓTINU “HAFRAGRAUTURINN 2009”.
Nú er málið að klæða sig upp á skoplegan hátt, því búningurinn einn og sér
getur gefið keppendum sigur.
En eins og flestir vita þá er mótið ætlað öllum þeim sem hafa gaman af flugi
og gildir einu hvort menn geta flogið eður ey því þetta verður líka gaman
fyrir þá sem vilja horfa á 🙂
Þetta mót er kjörið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fluginu og
hvetjum við alla nýja sem og lengra komna til að mæta og gera sér glaðan
dag.
Stenft er að því að halda grautinn laugadaginn 27 júní.
(Því nægur er fyrirvari á því að sauma sér búninga við við hæfi)
Eftir mótið hittast allir að Grund þar sem við munum grilla og chilla saman.
Áhorfendur og sjálfboðaliðar í dómarastörf velkomin.
Mótsnefnd mun taka það að sér að fylgjast með veðri og minna reglulega á grautinn.
Kveðja,
Mótanefnd
(Mynd er fengin í óleyfi af vef Dr. Kingo, www.drkingo.com)