NOTAM á Selfoss (BISF)

selfossflugvollur

selfossflugvollurSeflossmenn ákváðu nýverið, sem reyndar má segja að byggi á upphaflegum hugmyndum um flugvöllinn á Selfossi, að sá í braut 15/33.  Eins og flestir vita er völlurinn malarlagður og því ætti að verða ljúfara fyrir minni vélar að lenda á grasbundinni malarbrautinni í framtíðinni.  Sökum þessa er braut 15/33 lokuð fyrir snertilendingum fram til 1. júní á næsta ári en mælst er til þess að flugmenn noti braut 05/23 þegar það er hægt og talið öruggt, en lendingar eru vissulega heimilar á 15/33 ef flugmaður treystir sér ekki til annars.  NOTAM hefur verið gefið út af Flugstoðum vegna þessa.