Búið er að valta flugbrautirnar á Grund.

Búið er að valta flugbrautirnar á Grund.

Brautir voru breikkaðar og sléttaðir. Öryggiskantar valtaðir meðfram brautum þar sem því  við var komið.  Eins var austur endi lengdur um ca 40 M upp á hólinn og sama með norður enda ca.15 M.  Nú er grundin eins örugg og hún getur verið.

Einnig lagaði ég og strengdi borða við brautarenda sem snúa út að veginum svo ekki sé ekið inn á brautirnar.  Vonandi verða vélfisfélagar ánægðir með verkið.

Búið var að stórskemma brautirnar með akstri bíla og eiga þar félagsmenn ekki minni þátt en ókunnugir.
Nú vil ég ítreka þá reglu sem alltaf hefur verið.
BANNAÐ ER AÐ KEYRA BÍLA Á FLUGBRAUTUNUM !
Það er líka bannað þó að brautirnar séu þurrar, það er sérstakur vegur að aðstöðunni okkar sem við eigum að nota.
Gott væri ef einhver getur útvegað tæki til að laga heimkeyrsluna.

KV Lási.

KV. Hafsteinn.
S-8408282
haffihar@simnet.is