Hafragrautnum verður 4. júlí

Hafragrauturinn, svifvængjakeppni í Hafrafelli við Hafravatn.

VERÐUR 4. júlí

Í þessum töluðu orðum stendur samsuða Hafragrautsins 2010 sem hæst. Fyrir þá sem ekki þekkja til er um að ræða punktalendigarkeppni svifvængjaflugmanna í grímubúningum. Í ár leggjum við sérstaka áherslu á frumlega búninga og telja þeir nánast fleiri stig en lendingarnar og viljum við hvetja flugmenn til að byrja strax að sauma, föndra, sníða, smíða og líma. Hér er hægt að sjá hugmyndir að æsispennandi búningum:

http://www.flickr.com/search/?q=coupe+icare+festival&w=all

Þeir sem enn eru á námskeiðinu í ár en hafa ekki útskrifast enn geta til að mynda fengið verðlaun fyrir besta búninginn þó þeir nái ekki að svífa inn til lendingar. Þeir ætla einnig að vera flugmönnum innan handar á take-off-i og sjá um myndatökur dagsins og eru boðnir sérstaklega velkomnir.

Mótsdagurinn er áætlaður  4. júlí, sem er næstkomandi sunnudagur.

Dagskráin

Kl. 11:00 – Mót sett

 • Keppendur og gestir boðnir velkomnir.
 • Farið yfir reglur (lenda á fótum, 3 lendingar, stigagjöf og búningar).
 • Verðlaun talin upp.
 • Farið yfir dagskrá.

Kl. 11:30

 • Keppendur tölta af stað upp á take-off
 • Keppendur verða tilbúnir kl. 12:00

Kl. 12:00 – Gluggi opnaður

 • Fyrsti keppandi svífur af stað.
 • og svo næsti…. og næsti…. og næsti.

Kl. 15:00 – Glugga lokað

 • Stig reiknuð út
 • Ratleikur fyrir börn
 • Kveikt upp í grillinu.

Kl. 16:00

Grill og með því

Veðlaunaafhending

Ef veður leyfir halda flugmenn að sjálfsögðu áfram að fljúga, grillið verður í gangi þar til byrgðar klárast og tilkynnt verður síðar hvort áframhaldandi hátíðarhöld færast úr Hafrafellinu eða hvort stemming skapist fyrir því að drekka söngvatn á tjaldstólum við lendingarsvæðið og aðrir óþyrstari einstaklingar fljúgi fram í sólsetur.

Dagskráin fer að sjálfsögðu eftir veðri og vindum og munum við tilkynna um breytingar í tíma ef af þeim verður.

Örlítil breyting hefur orðið á stigagjöf frá því í fyrra og verður hún nánar útskýrð síðar í vikunni.

Þetta mót er kjörið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í sportinu og hvetjum við alla, nýja flugmenn sem lengra komna að sameinast í Hafrafellinu og gera sér glaðan dag. Fjölskyldur, vinir og velunnarar eru sérstaklega velkomnir.

Fyrir hönd mótsnefndar,

Ása