Aðalfundur fimmtudagskvöldið 20. janúar kl. 20.00

Aðalfundur Fisfélags Reykjavíkur verður fimmtudagskvöldið 20. Janúar 2011. Fundardagskrá verður samkvæmt lögum félagsins

Fundurinn er löglegur ef  mættir eru eða hafa umboð 1/3  félagsmanna.
Félagið hefur stækkað ört og eru félagar núna  um  142  talsins.
Því  þarf  amk   48   félagsmenn /atkvæði  á aðalfundinn til að hefja hann.

Að loknum aðalfundarstörfum verður kosið í nefndir.

Það er ómetanlegt tækifæri fyrir félagsmenn að leggja af mörkum í félagsstarfinu að taka sér hlutverk í nefndum félagsins.

Stjórnin hvetur alla til að mæta STUNDVÍSLEGA á aðalfund félagsins.

Stjórnin