Ljósmynda og myndbanda samkeppni Fisfélags Reykjavíkur 2011

 

Við kynnum til leiks: Ljósmynda og myndbanda samkeppni Fisfélagsins 2011. Nánari upplýsingar um praktísk atriði er að finna hér neðar og á viðburðarsíðunum á fésbókinni.

 

 

Ljósmyndir

Myndirnar skal taka á tímabilinu              30. apríl    30. september 2011

Senda inn fyrir 5. október 2011.

Reglur

·         Hverjir geta tekið þátt?

o   Allir meðlimir Fisfélags Reykjavíkur geta sent inn mynd í keppnina

o   Ef ljósmyndari er ekki meðlimur FR, þarf meðlimur FR að hafa heimild til að nota myndina (t.d. tekin af maka eða góðum vin)

·         Hvernig tekur þú þátt

o   Á hópsíðu Fisfélagsins á fésbókinni hefur verið búinn til viðburður, skal setja myndina inn á vegg viðburðarins, gefa henni heiti og taka fram hver ljósmyndarinn er.

§  Dæmi:   gaman saman: Hulda Björk Þóroddsdóttir

Einnig þarf að senda myndirnar á jpeg –formi  til vidburdir@fisflug.is

 

·         Efni þeirra skal tengjast starfsemi félagsins

 

·         Hver þáttakandi má senda inn eins margar myndir og hann vill

o   Ef myndirnar þátttakakanda eru fleiri en 5, þá þarf hann í lok tímabilsins að velja 5 myndir sem keppa til úrslita.

 

·         Með þátttöku í keppninni samþykkir þáttakandi að Fisfélag Reykjavíkur megi nota myndirnar á vefum félagsins og í kynningarefni og fréttir tengdar félaginu, félagsmönnum eða flugsportunum.

 

Kosning

·         Meðlimir hópsins á fésbókinni geta kosið með að „líka við“myndirnar. Sú mynd sem flestum líkar við vinnur í kosningunni.

Úrslit    verðlaun

·         Kosningin gildir 50% á móti vali dómnefndar.

 

·         Úrslit verða tilkynnt á vertíðarslúttinu

o   Þá verður líka sýnt myndband sem gert er úr öllum myndunum sem tóku þátt.

·         Verðlaun verða veitt fyrir 1 -3 sæti.

 

Myndbönd

Tímabil

Myndefnið má vera frá  tímabilinu          30. apríl    30. september 2011

Senda inn tilbúin mynbönd fyrir 5. október 2011.

Reglur

·         Hverjir geta tekið þátt?

o   Allir meðlimir Fisfélags Reykjavíkur geta sent inn myndband í keppnina

§  Sem þeir hafa tekið

·         Hvernig tekur þú þátt

o   Flestir eru með vimeo eða youtube svæði þar sem þeir geta birt myndbandið

o   Á hópsíðu Fisfélagsins á fésbókinni hefur verið búinn til viðburður, skal setja krækju á myndbandið inn á vegg viðburðarins. 

§  Hvetjum svifvængjaflugmenn á vimeo til að skrá sig í hópinn Paragliding Iceland og setja myndbandið þar inn

§  Hvetjum fisflugmenn til að búa til álíka hóp á vimeo ef hann er ekki nú þegar til

o   senda link til vidburdir@fisflug.is

 

·         Efni myndbandsins skal tengjast starfsemi félagsins

 

·         Hver þáttakandi má senda inn inn eins mörg myndbönd og hann vill

o   Ef myndbönd þátttakakanda eru fleiri en 5, þá þarf hann í lok tímabilsins að velja 5 myndbönd sem keppa til úrslita.

 

·         Hvert myndband má vera hámark 5 mín. að lengd

 

·         Með þátttöku í keppninni samþykkir þáttakandi að Fisfélag Reykjavíkur megi nota myndefnið á vefum félagsins og í kynningarefni og fréttir tengdar félaginu, félagsmönnum eða flugsportunum.

 

Kosning

·         Meðlimir hópsins á fésbókinni geta kosið með að „líka við“myndböndin.  Það myndband sem flestum líkar við vinnur í kostningunni.

Úrslit    verðlaun

·         Kosningin gildir 50% á móti vali dómnefndar

·         Úrslit verða tilkynnt á vertíðarslúttinu

o   Þá verður líka sýnd þau 3 myndbönd sem hljóta verðlaun.

·         Verðlaun verða veitt fyrir 1 – 3 sæti

 ————–

 fyrirspurnir má senda til huldabt@gmail.com