Íslandsmót svifvængja og svifdreka

Veðurspáin gerir ráð fyrir hvössum  vind og rigningu um helgina og mánudaginn um mest allt land.

Það hefur því verið ákveðið að aflýsa svifvængjakeppni á laugardag og sunnudag.

Um helgina verður ákveðið hvort fresta eigi mótinu alveg.

 

Svifdrekar eru að skoða að fara í Skagafjörðinn, ekki ákveðið endanlega.

 

Mótanefndin

——————

Íslandsmót svifvængja og svifdreka verður haldið dagana 2. – 5. júlí. Staðsetningin verður tilkynnt þegar nær dregur og veðurhorfur skýrast.