Íslandsmót svifvængja og svifdreka, frestað til 6.ágúst

Mótanefnd hefur ákveðið að fella niður mánudag og þriðjudag  á þessu Íslandsmóti svifdreka og svifvængja.

EN það þýðir að við getum notað varadagana (6-7 ágúst).

Nýjar reglur FAI/CIVL leyfa að skráðir séu varadagar fyrir mót.

Það er sérstaklega ætlað fyrir óviss veður eins og sýnir sig hér á Íslandi þessa dagana.

Glöggir félagar sem kíktu á skráningu mótsins á http://events.fai.org/event?i=7463&f=60

Gætu hafa tekið eftir „Alternate days“ í skráningunni:

Alternate dates:
06 Aug to 07 Aug 2011

Þetta þýðir að þó við fellum niður þessa keppnisdaga, þá verður mótið gilt með keppni 6-7 ágúst.

Við stefnum því á Íslandsmótið 6-7 ágúst, sem er helgin eftir verslunarmannahelgina.

Spáum í veðrið fyrir mótið í ágúst og ákveðum mótstað með rétta veðrið.

Mótanefndin.