Hafragrauturinn laugardaginn 2. júní n.k.

Hafragrauturinn verður haldinn laugardaginn 2. júní n.k.

Þið kannist nú flest við mótið þar sem mæting hefur iðulega verið góð. Hafragrauturinn er skemmtimót þar sem svifvængjaflugmenn koma saman í grímubúningum og sanna nákvæmni sína í punktlendingum.

Keppendur vinna sér inn stig með því að lenda sem næst punktinum en grímubúningar gefa 50% stiga og geta stóraukið líkurnar á vinningi.

Undanfarin ár höfum við séð marga glæsilega búninga og ekki seinna vænna að byrja að huga að búningum þessa árs.

Dagskráin verður með hefðbundnum hætti.

Mæting í Hafrafell um kl. 11. Áætlað að fyrstu menn verði komnir í loftið kl.12. “Glugginn” verður opinn til kl.15 en þá verður grillveisla og verðlaunaafhending.

Þetta mót er kjörið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í sportinu og hvetjum við alla, nýja flugmenn sem lengra komna að sameinast í Hafrafellinu og gera sér glaðan dag. Fjölskyldur, vinir og velunnarar eru sérstaklega velkomnir.

Mótanefnd
Ágúst Rafnsson
Elín G. Gunnlaugsdóttir