Bóklegt vélfisnámskeið

Bóklegt vélfisnámskeið verður 12-16 maí 2014.

Námskeiðið verður haldið í Laugardalshöllinni í Laugardal (engin smá aðsókn að þessum námskeiðum.
Reiknað er með kennslu mánudag til föstudags og áætlaður tími 19.30 -22.00 og laugardag frá 9.00 og fram eftir degi.
Nánari tímasetning verður ákveðin í samráði við þá sem skráðir eru á námskeiðið.
Námskeiðsgjaldið er 30.000kr og námskeiðsgögn innifalin.
Námskeiðið er opið öllum félögum í Fisfélagi Reykjavíkur. Þeir sem ekki eru félagar þurfa að ganga í félagið og greiða félagsgjöld 2014.
Þeir sem vilja sitja námskeiðið sendið tölvupóst á ag@teigar.net eða hringið/sms í 897 9882
Það er afar mikilvægt fyrir nemendur á námskeiðinu að hafa flogið einhverja tíma.
Hvet því alla sem ætla á námskeiðið að sjá til þess að hafa flogið fyrir byrjun námskeiðsins.

Þetta námskeið er ekki ætlað einkaflugmönnum, sérstakt námskeið verður haldið fyrir þá í sumar.